Garðyrkja ehf er sérhæft fyrirtæki í útvegun á tækjum og tólum sem tengjast umhverfinu og umhverfisfágun. Skrúðgarðyrkja,hellulagnir, hleðslur og landmótun er krefjandi atvinnugrein sem reynir mjög á líkamann. Verkfæri sem létta störfin eru mikilvæg til þess að bæta afköst og efla starfsandann og þar höfum við margt að bjóða svo sem vélknúnar hjólbörur frá Muck Truck í Bretlandi og margskonar léttitæki, klemmur, sléttitæki, sogtæki og kranatæki frá Probst í Þýskalandi. Til umhverfisfágunar og frágangs á leiksvæðum og í almenningsgörðum erum við með hágæða leiktæki og þrektæki frá Proludic í Frakklandi, fallvarnarhellur frá Kraiburg í Þýskalandi. Timbur í palla, girðingar og beðakanta og heithúðaðar járngirðingar og hlið frá Jackson's í Bretlandi. Fallvarnarmottur og grasmottur til yfirborðsstyrkingar frá Fieldguard í Bretlandi. Fallvarnar - golf- og leikvallagervigras og sértækar lausnir fyrir leiksvæði og leikvelli frá Fibergrass í Hollandi. Leiktæki úr harðviði ECO - play útvegum við frá Europlay í Belgíu. Trænings Pavillonen er utandyra þrekæfingastöð, verðlauna hönnun frá Danmörku. Demantsmeitlar, karbítmeitlar og handverkfæri fyrir hleðslumenn koma frá Danmörku. Þá erum við í tengslum við fyrirtæki á umhverfissviði í Ungverjalandi á Ítalíu í Hollandi, Belgíu,Grikklandi, Sviss og USA.